Friday, September 10, 2004

kominn hálfa leið...

búinn að breyta aðeins, ætla samt að reyna að gera þetta eitthvað meira. það verður bara að bíða betri tíma.

fórum í laugina í gær...með stöngina. þetta var bara mjög gaman. ég hafði aldrei gert þetta áður en sum hinna höfðu gert þetta oft áður. þannig að stöngin var bara sett í botninn og svo einhver sem stóð á bakkanum hélt fast um stöngina. svo var bara kafað niður og reynt að gera alveg eins og mar gerir í stöng. allt saman miklu léttara vegna vatnsins þannig að þetta var bara mjög gaman. bara verst hvað það fór mikið vatn upp í nefið á manni þegar mar var á leiðinni upp.

ég er ekki enn búinn að ákveða hvort ég lyfti með liðinu eða bara með nokkrum öðrum strákum. ef maður lyftir með liðinu þá þarf að vera sérstakur þjálfara yfir manni með það. þannig að ég er ekki búinn að skrá mig í þetta en ákvað samt að fara í dag og hitta nýja lyftingaþjálfarann. honum liggur rosalega mikið á að sanna sig og var með einhvern heraga á okkur (án gríns). þannig að ég held að við verðum allir mjög stífir á morgun í löppunum. ekki hjálpaði það mér heldur að hafa hlaupið tröppur áður en ég fór að lyfta. þannig að við vonum bara það besta vegna þess að ég held að ég kíki á fótboltaleik hjá okkur. við spilum á móti new mexico state. þetta er eiginlega bara upphitunarleikur og ætti að vinnast auðveldlega. en það er aldrei að vita hvað gerist.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home