Sunday, September 12, 2004

go bears...

helgin var bara nokkuð fín. fórum á football leik á laugardaginn og horfðum á okkar menn rústa new mexico state. nokkuð gaman bara. þannig að núna er liðið okkar það 12 besta í öllu usa. sem er alls ekki slæmt. við vorum samt ekkert að nenna að mæta alveg á réttum tíma. horfum eiginlega bara á svona þriðjung af leiknum. náðum samt að sjá tvö mörk þannig að það var mjög gaman. frekar pakkað á vellinum en við náðum að redda okkur góðum sætum í skugga þannig að við erum ekkert brunnin í andlitinu eins og sumir aðrir.

svo náðum við að redda okkur bolta þannig að það er aldrei að vita að við nýtum okkur síðustu dagana okkar í fríinu til að spila smá fótbolta (þeas knattspyrnu). ég held að ég hafi hreinlega ekki spilað svoleiðis í nokkur ár þannig að það verður gaman að sjá hvort hvort kanarnir slátri mér í þessu.

á morgun verður vonandi veturinn skipulagður. við ætlum að reyna að ákveða hvar og hvernig við ætlum að lyfta, á hvaða mót við förum á í innanhúss og fleira með þjálfaranum okkar. hann vill fá okkur á fund og skipuleggja þetta aðeins. sem er ekkert nema gott mál. við erum búin að fá mótaskrána og það eru mót útum allt. eitt í philadelphia og annað í florida. sem betur fer sleppi ég mjög líklega við að fara á þessu mót. nenni sko ekki að fljúga 5-7 tíma til að keppa í einni eða tveimur greinum daginn eftir að ég lendi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home