klukk
Húff...time flies and no blog...
Allavega...mamma og pabbi farin heim. Búin að vera hérna í næstum tvær vikur og skemmtu sér bara vel held ég. Náðu að fara til San Francisco og svoleiðis. Síðasta daginn þeirra fórum við svo í vínsmökkun í Napa dalnum sem er ekki langt frá mér. Þannnig að við náðum að sjá alla þessa vínbúgarða hvað þetta er fallegt svæði allt saman.
Annrs eru æfingarnar komnar nokkurn veginn á fullt. Er búinn að vera að æfa 9 sinnum í viku undanfarið og ég held að ég haldi mig við það enn sem komið er. Þessa önn þarf ég að lyfta klukkan 7 á morgnana þannig að það tók smá tíma að venjast því að vakna svona snemma. En þetta er allt saman að koma.
Svo er ég að pæla í að fara til Los Angeles um næstu helgi. Skella mér þangað í svona eins og 28 tíma eða svo. Það er fótboltaleikur þar sem ég er að pæla í að fara og sjá en ég er nú aðallega bara að fara þangað til að sjá soldið af gömlu vinum mínum frá usc. Sjáum til hvað gerist.
Mér skilst að ég var klukkaður um daginn...ég er búinn að vera svo lítið á netinum undanfarið að ég skil nú ekki alveg hvað þetta þýðir...en við látum bara vaða og sjáum hvort eitthvað af þessu hitti í mark.
Mér finnst leiðinlegt að keyra, eins og ásgeir bróður mínum, þannig að vanalega þegar við þurfum að fara eitthvað þá reynum við að komast hjá því eins og við getum að keyra.
Þegar ég var að safna körfuboltamyndum, held að ég hafi verið 11-12 ára, þá safnaði ég aðallega domonique wilkins...veit ekki alveg af hverju. Held samt að það hafi verið vegna þess að hann gat gert flottustu “vindmyllu-troðslurnar”. Held að hann hafi nú samt verið almennt góður leikmaður líka.
Ég sé mikið eftir því að hafa ekki verið utanskóla í menntaskóla..að vissu leyti..
Ég hef prófað að fara í tvöfalt snú snú...svona eins og mar sér í amerískum bíomyndum. Lúmst erfitt að fatta taktinn í þessu en þetta gekk á endanum og ég náði að vera inni í svona 1 mín.
Ég held að myrkrið heima verði það erfiðasta að sætta sig við þegar ég flyt heim.
ég er nú svo lengi að gera þetta þannig að ég held að ég hafi fáa til að klukka...en ég held samt að tumi ætti nú að skella svona inn hjá sér.
4 Comments:
já ekki furða að þið bræðurnir reynið að komast hjá því að keyra enda eruð þið sjálfsagt verstu bílstjórar sögunnar og ég er ekki að grínast!! ég verð sjaldan jafn hræddur í bíl eins og með ykkur
kóngurinn
nei sko tetta er ekki alveg sanngjarnt. eg veit alveg ad eg er ekki besti bilstjorinn en ekki setja mig i sama flokk og asgeir!!....fyrir utan tad ad tad er ekkert ad tvi ad keyra mjog nalaegt naesta bil fyrir framan...
nei, það er sko ekkert að því að keyra við næsta bíl... ;)
hehe ég safnaði líka aðallega Domonique Wilkins og reyndar David Robinson líka. Merkilegt hvað maður átti fáránlega mikið af þessum myndum, þetta skipti hundruðum!
Post a Comment
<< Home