á leiðinni út aftur
jæja...rosa er maður duglegur við að halda þessarri síðu gangandi...
allavega...er ekki ágætt að byrja nýja önn í skólanum og veru í usa með því að lofa að uppfæra þetta soldið meira...svona þangað til annað kemur í ljós.
fer á morgun til usa aftur. að þessu sinni fer ég beint til minnar gömlu heimaborgar losa angeles og fer í brúðkaup hjá vini mínum. verður væntanlega rosa stuð og mikið af dramanu eins og kananum einum er lagið. það er allavega búið að skipuleggja þetta nóg og hamast við að hafa þetta sem allra flottast. núna þarf mar bara að skella sér í að kaupa eitthvað rosa íslenskt og mæta með flottustu gjöfina í veisluna.
þannig ég flýg bara eins og ég gerði í "gamla daga" og stoppa í las vegas í smá tíma til að skipta um flugvél. aldrei að vita að mar hendi svona eins og einum dollara í spilavítið sem er starfrækt á flugvellinum.
svo keyrum við tilbaka á sunnudeginum. ég nenni varla að keyra beint til berkeley. þannig að það er aldrei að vita að mar fari soldið lengri leið og komi við einhvers staðar og fái sér svona eins og einn burger og skoði sig aðeins um.
vikuna þar á eftir verð ég svo að nýta í að ganga frá öllu varðandi skólann. vera pottþéttur á stundatöflunni og tímunum og það gangi allt saman upp til skammstíma og langstíma og kaupa bækur.
íbúðin mín er víst öll í drasli þannig að ég enda örugglega á að eyða soldnum tíma í að laga, þrífa, breyta og bæta. þannig að vonandi verður þetta orðin hin besta íbúð áður en skólinn byrjar. svo má ég ekki gleyma aðalatriðinu og það er að kaupa grillið svo mar geti grillað á svölunum allt sterakjötið sem hægt er að kaupa þarna.
síðast en ekki sist þarf ég að komast í form. þori varla að láta sjá mig svona formlausan eins og ég er. ég hef samt soldinn tíma sjálfur áður en þjálfararnir mínir fara að standa yfir manni til að kippa þessu í liðinn. hlaupa krossa á grasinu í bland við að hlaupa mikið af tröppum og mixa því saman við helling af fitnessi ætti að virka svo mar sjokkeri ekki líkamann algerlega þegar alvöru æfingar með þjálfara byrja.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home