þraut
búið að ákveða að ég fari í þraut eftir 8 daga. frekar fljótt að gerast svona. en ég er búinn að stökkva stöng tvisvar síðan í janúar. hef ekkert stokkið langstökk og tvisvar hlaupið yfir lágar grindur. þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta allt saman fer. gaman að þessu samt og stefnan er bara sett á að klára og vera heill heilsu.
fór í kvöld í afmælismat vinar míns til san francisco. fórum á góðan veitingastað og átum á okkur gat. fékk mér svo góða ostaköku í eftirrétt til að toppa þetta allt saman.
sá að haukarnir eru búnir að vinna kvennamegin. enda alvöru þjálfari þar á ferð. nú er bara vonandi að strákrnir nái að klára þetta jafn vel.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home