Saturday, April 02, 2005

bæting...

mót í dag. kepptum við university of illinois. það var búið að reikna allt mótið fram og tilbaka áður en keppnin byrjaði og við vissum alveg að þetta yrði mjög tæpt. þetta endaði svo á því að þetta var eins tæpt og gat orðið...og við töpuðum með þremur stigum. 103-100. þokkalega svekkjandi vegna þess að liðið okkar var að standa sig í heildina vel. en þetta datt einhvern veginn ekki okkar megin þessa helgina...en þetta sport snýst allt um það að toppa á réttum tíma þannig að við bara bíðum þangað til í byrjun maí.

ég kastaði spjóti í morgun og mér gekk vel. kastaði 62.79m. þannig að ég bætti mig þar um einhverja 60 cm. kastaði eins og um síðustu helgi bara með tveimur krossum þannig að þetta kom mér soldið á óvart... but ill take it...núna þarf ég bara aðeins að vinna meira í atrenunni minni í spjótinu og kasta vonandi aftur bráðlega. annar strákur í liðinu smellti því 71m og setti skólamet hjá okkur. þannig að það var mikið í gangi og allt á fullu hjá okkur. þannig að núna erum við orðnir þrír yfir 60m í skólanum. það ætti vonandi að geta gefið okkur slatta af stigum þegar við keppum á conference mótinu okkar í byrjun maí.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home