Thursday, March 31, 2005

dual meet...

keppum við university of illinois á laugardaginn. þetta er svona tveggja-skólakeppni. þannig að það er stigakeppni. nokkuð skemmtilegt fyrirkomulag þar sem að fyrstu tveir frá báðum skólum skora stig. stigin raðast 5-3-2-1. þetta fyrirkomulag á að tryggja jafnari svona mót. mér skilst að tveggja skólamót hafi verið mjög vinsæl fyrir mörgum árum en þetta hefur einhverra hluta vegna lagst af hérna.
ég held samt að okkar mót sé bara tilkomið vegna þess að þjálfarinn okkar hefur mjög gaman af því að tala...eins og þjálfari illinois. þannig að þeir hafa eitthvað verið að metast og ákveðið bara að láta verða af þessu. fór á fund í dag með liðinu og þetta verður blóðugt. hitt liðið er eitthvað að tala um að þeir ætli að valta yfir okkur og þetta verði engin keppni og eitthvað bla bla bla...þannig að "they can talk the talk but can they walk the walk"!!
týpískt fyrir kanann að setja eitthvað rosa drama í þetta... en þetta pumpar alla upp hjá okkur allavega. þó að olnbogaskot og annar drulluháttur sé ekki leyfður í miklu magni í þessu liði þá kæmi mér ekki á óvart að þjálfararnir okkar líti kannski bara í hina áttina ef þeir sjá eitthvað svoleiðis á þessu móti ;)

ég á að kasta spjóti og kringlu á þessu móti. sem verður bara mjög gott fyrir mig. búinn að vera að kasta soldið þessa viku og allt saman lítur vel út. mér skilst að við eigum að rústa öllum kastgreinum en þeir einhverjum af hlaupagreinunum. þannig að ég verð held ég ekki í þeim greinum sem geta dottið beggja megin...því miður...

bjöggi bara mættur á svæðið. kom alla leiðina frá portúgal í gær og var ekki lengi að koma sér á völlinn. gekk nú eitthvað illa hjá honum að æfa vegna þess að allir vildu fá að tala við hann. ég held samt að honum hafi á endanum tekist að koma einhverju í verk.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home