Monday, March 07, 2005

kaninn ég...

fyrsta utanhúsmótið búið. var um helgina. það var innanskólamót þar sem það er kosið í tvö lið og svo er stigakeppni. það er svo sem ekki mikið lagt upp úr þessari keppni og hlaupnar greinar eins og 150m, 300m, 600m, 1100m. þannig að þetta var meira bara svona til gamans gert. ágætis árangur í nokkrum greinum hjá okkur. spjótkastarinn okkar tók eitt kast og smellti því 70,5m. og ein stelpa hjá okkur henti kringlu 52.5m. þannig að þetta var fín byrjun.

ég er búinn að vera að hugsa um soldið undanfarna daga, veit ekki hvort ég eigi að þora að skrifa það hérna vegna þess að allir halda að ég sé orðinn alger kani...allavega...mig langar mikið til að fara á tónleika með toby keith, country kóngi þeirra kana, í einhverju fylki þar sem allir sveitavargarnir búa. ég held að það væri ólýsanleg upplifun...bara smá pæling....;)

8 Comments:

At 3:46 PM, Anonymous Anonymous said...

ok allt í lagi svosem að vera pínu kani í sér.... en jónas við skulum ekki missa okkur! kántrý er ekki málið.... þú ert með nógu furðulegan tónlistarsmekk fyrir!!
ævar

 
At 12:56 AM, Anonymous Anonymous said...

já kannski...en ég er samt ekkert rosalega hrifinn af tónlistinni sem slíkri...bara stemmingunni. held að það sé bara mjög gaman að vera með nokkur þúsund counry aðdáendur sem syngja allir með og taka sporið í kúrekastígvélunum...
Jonas

 
At 1:52 AM, Anonymous Anonymous said...

hæp. Við turtles ætlum að spila í kvöld, sund, bjór, kjöt og svoleiðins. við erum komnir með nýtt catan spil, sæfarar. Suðurbæjarlaug klukkan 18:00.
Sundfött ekki nauðsinleg. Verðum bara inn í gufu að sötra.
kv. feiti

 
At 8:58 AM, Anonymous Anonymous said...

country!!! hvað er að gerast með þig Jnaz. Reyndar get ég ímyndað mér að stemmningin sé geggjuð
Tumi

 
At 9:44 AM, Anonymous Anonymous said...

Er þetta á svona redneck bar þar sem er hænsnanet fyrir sviðinu og allir henda bjórflöskunum sínum uppá svið til að fagna eftir lögin?

 
At 4:49 PM, Anonymous Anonymous said...

ok jon, eg maeti...

nei nei martin...vid erum ad tala um ad tessi gaur selur alla mida alls stadar tar sem hann fer...orugglega svona nokkur tusund manns a hverjum tonleikum. aetli midinn kosti ekki svona um $40. tannig ad tetta er massa stemming.

jonas

 
At 8:09 PM, Anonymous Anonymous said...

Veit nú ekki hvort ég eigi heldur að þora að segja þetta...en ég er farin að fíla kántrý líka...uss..nú kálar Ævar mér! Kveðja, Fjeldsted.

 
At 8:10 PM, Anonymous Anonymous said...

Veit nú ekki hvort ég eigi heldur að þora að segja þetta...en ég er farin að fíla kántrý líka...uss..nú kálar Ævar mér! Kveðja, Fjeldsted.

 

Post a Comment

<< Home