meiri myndir...
búinn að vera mikið í sjúkraþjálfun undanfarna daga. fór til dæmis til læknis/kírópraktors í morgun og ég var hjá honum í meðferð í einn og hálfan tíma. fór svo aftur til kírópraktors seinna um daginn. þannig að það er allt á fullu svo ég nái mér hratt og örugglega. vonandi fer þetta að smella eftir helgi.
ég fékk loksins myndir frá því þegar við hlupum 4x400m um daginn. við, þrautarstrákarnir, fréttum af því að sprintararnir okkar væru búnir að skipta í tvö lið og ætluðu að hlaupa eitt hlaup. þannig að þar sem við erum ákkúrat fjórir þessa dagana þá ákváðum við bara að taka þátt og nota þetta sem góða æfingu. þar sem að hinir strákarnir eru töluvert góðir í 400 þá náðum við ágætis tíma eða 3:16. þannig að við vorum allir sáttir við þetta.
þegar við ákváðum sveitina vissum við að a-sveitin okkar myndi rústa okkur þannig að við ákváðum að vera cool á einhverju og mættum allir í landsliðsgalla bandaríkjanna. þjálfarinn minn, annar frá vinsti í myndinn, átti helling af svona göllum og lánaði okkur öllum eitt stykki til að hlaupa í. þetta reyndist vera hin besta æfing og í raun stóðum við okkur betur heldur en a og b sveitirnar miðað við það sem var ætlast til af okkur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home