Friday, January 14, 2005

reno...

þessi vika hefur farið að mestu leyti í að æfa. þar sem að skólinn er ekki byrjaður þá erum við búnir að ná að koma miklu í verk og æfa vel. erum eiginlega búnir að ákveða fyrsta mótið mitt. fer með nokkrum strákum á lítið mót á miðvikudaginn næsta og við ætlum að hlaupa 4x400m saman. á fimmtudeginum er stefnan svo sett á að fara til reno í nevada og fara og keppa í stöng þar. á hverju ári eru þeir með stærsta stangarstökksmót í heimi örugglega. man ekki alveg hvað það eru margir sem keppa þar en það er talið í hundruðum.

annars verð ég að fá að minnast á uppáhaldsíþrótt kanans, hafnarbolta. þeir voru að setja nýjar reglur um steranoktun og þykjast vera að hreinsa sportið og eitthvað bull. allavega. ef mar fellur einu sinni þá má maður ekki keppa í 15 daga og verður að fara í ráðgjöf. svo ef mar fellur þrisvar sinnum í viðbót á sama árinu þá er maður sendur í eins árs bann. bara algert djók. svo eru þeir svo lélegir að testa að það er örugglega bara nánast engar líkur á því að sami einstaklingur sem er testaður fjórum sinnum. og til að toppa þetta allt saman þá sér hafnaboltasambandið um þetta allt saman sjálft. þó að sportið mitt verði nú seint kallað "hreinasta" sportið þá er allavega tekið á steranotkun þar.

annars hvet ég alla til að senda silju góðar hugsanir á laugardaginn þegar hún keppir á sínu fyrsta móti í kentucky.

2 Comments:

At 4:33 PM, Anonymous Anonymous said...

já, djöfuls harka að vera með svona róttækar aðgerðir til að takmarka steranotkunina. 15 daga bann. Gott ef Rio nokkur Ferdinand fékk ekki 12 mánaða bann eða e-ð álíka fyrir að "gleyma" að mæta í lyfjapróf.
Tumi

 
At 5:45 PM, Anonymous Anonymous said...

já þetta er bara rugl og þeir eru finnst mér bara í raun að viðurkenna að þeir eru með steravandamál í sportinu.
þó að fótboltinn sé aðeins skárri þá eru þeir ekki nærri því á sama leveli og frjálsar. rio hefði annað hvort fengið 2 eða 4 ára bann hefði hann verið í frjálsum.
jonas

 

Post a Comment

<< Home