á leiðinni heim...
jæja loksins komið að því að leggja í hann heim. ferðin eins og áður hefst mjög snemma eða um klukkan 3:30 um nótt. þá fer ég til san francisco flugvöll og þaðan til phoenix. sem betur fer stoppa ég ekki lengi þar og held strax áfram til minneapolis. þar þarf ég að bíða í soldinn tíma og svo verður farið heim. þar lendi ég svo um 8:00 um m0rgun...daginn eftir að ég lagði af stað. þannig að þetta er soldið langt allt saman, en ég tapa reyndar 8 tímum á leiðinni. þannig að þetta er ferðalag upp á um cirka 21 tíma.
síðustu dagar hafa farið í það að hvíla sig, æfa og snúast eitthvað í kringum jólagjafir. þannig að þetta er búið að vera ágætis tilbreyting.
þannig að ég held að ég reyni að leggja mig aðeins áður en ég legg í hann til að sofa soldið.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home