restin af thanksgiving...
þegar við vorum loksins komin í heimabæ scotts þá drifum við okkur að lyfta í bílskúrnum hjá vini frænda hans. við vorum svo stífir og slappir eftir alla keyrsluna þannig að við vorum bara snöggir að klára og drifum okkur heim til hans í kvöldmat. eftir það var farið beint að sofa enda var mikið að gera hjá okkur báðum í skólanum daginn sem við fórum þannig að það var ekki mikið sofið nóttina á undan.
á fimmtudeginu er sjálft thanksgiving og við ákváðum eftir morgunmat að drífa okkur á býlið hjá afa hans og ömmu og skjóta aðeins af rifflinum hans. gekk bara bærilega og ég er ekkert alveg glötuð skytta. lentum samt í smá vanda vegna þess að við hlóðum bara smá timbri upp til að festa skotmarkið á og þegar við vorum búnir að skjóta soldið var timbrið orðið svo gatað að kúlurnar voru farnar að fljúga nánast beint í gegn. var svo sem allt í lagi vegna þess að það var bara einhver akur sem þær fóru yfir...en samt soldið óþægilegt vegna þess að það er ekkert mjög langt í næsta bæ. eftir það var brunað heim og þar beið okkar stór familían, um 30 manns og allir tilbúnir að taka vel á kalkúninum. fuglinn, allt meðlætið og bökur rann allt saman mjög ljúft niður og við drifum okkur heim til frænda hans og rústuðum þeim aðeins í póker. tók reynar alltof langan tíma að spila það en við vorum bara sáttir vegna þess að ég vann þetta á endanum.
föstudagurinn byrjuðum við með að fara og láta þvo bílinn hans scotts og fá okkur djúsí borgara á svona ekta amerískum hamborgarastað. þar sem að öll familían er áhugasöm um að byggja eldflaugar þá var ákveðið að setja púður í eina svoleiðis og sjá hvort við gætum ekki komið henni á loft. þvílíkur hávaði sem fylgir einni svona flaug, hún var reyndar alveg 1.8m á hæð og 15kg, og endaði með að fara 4500 fet í loftið. sem betur fer var vindurinn hagstæður þannig að við þurftum ekki að labba í beljuskít eða eitthvað til að finna hana aftur. ég held að sveitaloftið hafi gert mér gott vegna þess að þegar við fórum að lyfta seinna um daginn náði ég að setja upp þessu fínu tölur.
laugardagurinn byrjaði með að við tókum hlaupaæfingu í rigningu og drifum okkur svo bara heim. eftir það var tekið smá á heimalærdómnum og endaði svo daginn með að sjá minn gamla skóla rústa notre dame í fótboltanum í sjónvarpinu. auðvitað uppselt á leikinn "aðeins" 93.000 manns. held að það sé ekkert sem stoppi þá þetta tímabið við að vinna titilinn. allavega...enduðum svo kvöldið með að fara í keilu með vinum hans og bróður.
sunnudagurinn var tekinn snemma og farið heim til ömmu hans og fengið alvöru amerískur morgunmatur og svo lagt í hann heim, reyndar stoppað aðeins á leiðinni til að versla, ég var samt ekkert að nenna því og endaði með að drekka bara mikið kaffi í staðinn. umferðin á hrauðbrautunum var ekkert svo slæm og við komum um kvöldmatarleytið tilbaka.
1 Comments:
Hæ þetta er Jón Grétar, það er aftur kominn þessi tími árs sem við klæðum okkur upp og málum bæinn rauðan. Er þakki annars? Gaman að lesa bloggið þitt og heyra af þér, ekki síst þegar maður getur kannast við þetta af eiginn reynslu allt. 15kg stera kalkún, jamm jamm jamm. Þú ert ekki ein um að hafa þín eiginn síðu, ég þekki nefnilega ein litla sem er alltaf að uppfæra sína: http://www.barnaland.is/barn/18157 . Hvenar kemur heim????
kv. Jón
p.s. ég er ekki með email núna en þú getur sent mér sms í 6982970.
Post a Comment
<< Home