Tuesday, November 23, 2004

central valley...

fer á morgun með vini mínum scott heim til hans til að fagna thanksgiving. hann býr í miðhluta californiu. svæðið sem hann er frá er eitt afkastamesta landbúnaðarsvæði í heiminum. ég ákvað að setja inn smá lista yfir það sem ég veit um svæðið og fólkið hans.
-flestir kjósa bush
-frændi hans er með kraftlyfingadellu og við ætlum að fá að lyfta í bílskúrnum hans á morgun og föstudaginn
-mamma hans er með sítt að aftan
-pabbi hans er með doktorsgráðu í barnalækningum
-rúsínurnar sem eru í eldússkápum heima á íslandi eru mjög líklega 20 mín frá bænum hans
-allt er töluvert ódýrara heldur en hérna
-afi hans á litla olíulind
-afi hans gengur alltaf með byssu í vasanum, hann verður meira að segja mjög líklega með hana þegar við komum saman og borðum
-eldri bróðir hans er að klára doktorsgráðu í að spila á trompet
-yngri bróðir hans er feitur og spilar sundknattleik í alltof þröngum sundbuxum
-hans gamli high school er með nýja tartan braut og allt dót sem fylgir frjálsum er nýtt
-næstum allar appelsínur sem seldar eru í californiu eru frá bænum hans
-yngri bróðir hans er með rosalegan tölvuleikja áhuga og búinn að klára þá flesta


lítur út fyrir að þetta verði skemmtileg ferð hjá mér

2 Comments:

At 3:55 AM, Anonymous Anonymous said...

haha, snilldarfjölskylda

kv. Kristín Birna

 
At 7:27 AM, Anonymous Anonymous said...

góða skemmtun!
BH

 

Post a Comment

<< Home