Monday, October 11, 2004

næstum...

kominn tilbaka. fórum seinni partinn á föstudeginum og keyrðum bara beina leið til los angeles. bein leið þýðir að það er keyrt nánast þráðbeint á hraðbraut númer 5. ef ég man rétt þá eru þetta eitthvað um 450 km...á þessari einu hraðbraut. þannig að þetta var engin skemmtikeyrsla. ég verð samt að hrósa bmw fyrir að búa til svona góða bíla. strákurinn sem ég fór með á þennan stóra fína bmw og það var miklu betra að vera í honum heldur en bílnum sem ég keyrði til la í fyrra.

allavega...að aðalatriðinu...við töpuðum leiknum. frekar svekkjandi. við vorum með betri tölfræði í öllu nema einu...og það voru tapaðir boltar. þannig að ætli við höfum ekki tapað á því við töpuðum bara með 6 stigum samt (sem er jafnt og eitt mark í viðbót, án sparkstigsins...já ég veit að þetta er fáránlegt stigafyrirkomulag). en stemmingin var klikkuð. allt pakkað og rúmlega 90.000 manns á vellinum. þannig að þvílíkur hávaði og show sem var í gangi. margir mættur löngu fyrir leikinn og á jeppunum og bara grillað og fengið sér öl. þannig að það var rosalega mikil fjölskyldustemming á vellinum. fullt af fólki eyðir bara öllum laugardeginum í þetta með allri fjölskyldunni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home