Sunday, September 19, 2004

góð frjárfesting mar...

helgin nokkurn veginn búinn. bara lærdómur eftir...þarf að skila inn smá verkefni á morgun þannig að það er verið að sötra kaffi og klára það.

var bara fín helgi hjá mér. lyftum í gærmorgun og ég held svei mér þá að ég sé hættur að fá harðsperrum eftir hnébeygjurnar. sem er bara gott merki um það að ég sé aðeins að komast í form. við byrjum á morgun þannig að það er gott að vera búinn að undirbúa undirbúningstímabilið...svona mátulega kæruleysislega.
fór svo að versla mér í matinn. förum alltaf í snilldar búð sem heitir costgo. það er svona búð eins og bónus...nema allt saman miklu stærra og meira. ekki hægt að kaupa eitt af neinu. allt saman í kippum og tvö saman í pakka sem er svo sem ágætt og svo er það líka mjög ódýrt. þannig að það passar fínt fyrir frjálsíþróttastráka sem þurfa að borða allan daginn til að lifa af.
við borðum meira að segja svo mikið að við ísskápurinn okkar var orðinn alltof lítill. þetta var svona venjulegur ísskápur en ekki nærri nógu stór fyrir 5 stráka. þannig að ég og annar strákur tókum okkur bara til og keyptum stóran notaðan ísskáp saman...á 2800 ísl kr. aðal vesenið var að koma honum hingað...en við ákváðum bara að vera cool á því og keyra með hann í gegnum oakland hálfan útúr. alveg ljóst að krimmana í oakland vantaði ekki ísskáp í gær fyrst við komumst með hann alla leiðina heim.
enduðum svo kvöldið á því að grilla pulsur og banana. öllum fannst bananarnir mínir frekar ógirnilegir en ég náði að pína einn bita ofan í þau...og auðvitað kláruðu þau allt saman. fórum svo í partý um kvöldið. einhver var búinn að breyta bílageymslunni sinni í partýstað þannig að það var allavega svona 120 manns þarna. við nenntum samt ekkert að vera lengi þarna...þekktum ekki mikið af fólki og mjög mjög líklegt að löggan myndi koma og stoppa gleðskapinn.

2 Comments:

At 6:20 AM, Anonymous Anonymous said...

haha, sama gerðist hjá mér með bananana. Er þetta bara sér íslenskur siður eða?? Alla vega voru allir bananarnir kláraðir á nótíme

Ari

 
At 11:02 PM, Blogger J�nas Hlynur said...

já ég fer að halda að þetta sé bara íslenskt fyrirbæri...það sama gerðist í fyrra þegar við grilluðum. enginn hafði heyrt um þetta og fannst þetta eitthvað skrýtið. en allt saman samt klárað :)

 

Post a Comment

<< Home