Wednesday, September 22, 2004

la baby...

byrja á því að óska fótboltanum hjá fh til hamingju með titilinn. búinn að gleyma að gera þetta alltof lengi...

svo ætla ég líka að veita bjögga verðlaun fyrir að nenna að standa í þessu. hlýtur að vera svekkjandi að lenda í þessu...sem bjöggi gerir einhvern tímann eflaust...

annars er ég að pæla í að skreppa til los angeles. cal spilar við usc í fótboltanum þar eftir 10 daga þannig að ég er að spá í að skella mér. á reyndar ekki miða enn á leikinn og það er mjög líklega uppselt en ég ætla að athuga hvort vinir mínir í la geti ekki reddað mér. þetta verður mjög góður leikur eflaust og alltaf gaman að koma í "hoodið" í la og hitta gamla kunningja. i fyrra var það cal sem eyðilagði drauminn fyrir usc...eini leikurinn sem þeir töpuðu á árinu og þar að leiðandi urðu þeir ekki háskólameistarar. hef það samt einhvern veginn á tilfinningunni að þeir eigi eftir að yfirspila okkur núna.

haha það var svona eiginleg keppni um daginn sem hét "hversu mikið berkeley geturu verið". auðvitað voru það miðalda hippar, útúr reyktir, naktir, og með spjöld á móti stjórinni hérna ú usa sem unnu. svo var sett mynd af þeim í dagblaðið sem er dreift frítt um allt háskólasvæðið.

ps...haha ég fann meira að segja myndia á netinu hérna er fréttin öll !!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home