Monday, October 04, 2004

miðinn kominn í hús...

kominn með miða á leikinn. vinur minn náði að redda mér miða...þannig að núna er ég orðinn mjög spenntur fyrir því að fara á leikinn. stefnan er að fara strax eftirmiðdaginn á föstudaginn og bruna bara beint til la. þetta er ein leiðinlegasta bílferð sem hægt er að fara samt. nánast ein hraðbraut sem liggur gjörsamlega beint í svona 400km. bara einhverjar beljur og akrar sem mar sér. ég þarf endilega að gefa mér einhvern tíma og keyra með ströndinni til la. það á víst að vera mjög falleg leið.

Það er búin að ráða nýjan þjálfara til okkar. Hann heitir Phil McMullen og lenti í því að verða fjórði (og þar með komast ekki á ól vegna þess að það má bara taka topp þrjá á leikana) bæði í ár og líka fyrir fjórum árum. Hann er mjög góður, 8280 stig, og er úber hress náungi. Ætlar að æfa í eitt ár í viðbót og reyna að komast á sitt annað heimsmeistaramót í Finnlandi næsta sumar. Þannig að þeir þrír þjálfarar sem koma nálægt mér eru með yfir 8000 stig að meðaltali. Ekki slæmt það...


2 Comments:

At 6:48 AM, Anonymous Anonymous said...

það er ekkert smá þjálfaralið sem þið hafið þarna!...ég vildi að ég gæti komið og æft þarna....en það yrði allt of dýrt fyrir mig held ég...svona miðað við annað sem maður er að skoða allavega.

kv Kristín Birna

 
At 6:28 AM, Anonymous Anonymous said...

Hvaða leikur er?

Ari

 

Post a Comment

<< Home