Thursday, September 30, 2004

kapp-leikur-ræður...

skólinn kominn í nokkuð góðan farveg hjá mér. loksins búinn að venjast stundatöflunni minni og svoleiðis. sumir dagar eru mjög langir hjá mér meðan aðrir eru mjög stuttir. er til dæmis frá 8-20 á mánudögum og miðvikudögum í skólanum, æfingum, tímum. en til dæmis bara frá 9:30-11 á þriðju/fimmtudögum. þannig að þetta er ekkert svo slæmt held ég.

ég var búinn að heyra alls konar sögur um leikinn sem ég er að reyna að komast á um næstu helgi. þetta segir allt 92.000 miðar seldir og uppselt. held samt að mér hafi verið reddað miða þannig að þetta fer allt saman vel. það er samt alger bilun hvað þessi íþrótt er vinsæl hérna í usa.

kappræðurnar voru í kvöld. kerry og bush voru að reyna að vera gáfulegir...það er bara einhvern veginn erfitt að taka bush alvarlega vegna þess að alltaf þegar mar sé hann tala rifjast upp fyrir manni þegar það er verið að gera grín að honum. það er nefnilega ótrúlegt hvað gríninistar ná honum vel.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home