Sunday, September 26, 2004

partei...

helgin búin...þetta var bara fín helgi hjá mér. náði að gera alveg helling. okkur var boðið í afmæli á laugardagskvöldið. það var haldið í klifursal. þannig að þegar allir komu var bara sett á sig einhver belti og byrjað að klifra upp um alla veggi. mjög gaman og reynir töluvert mikið á. þannig að við vorum bara að klifra og spjalla saman í svona klukkutíma og þá var pizza. svo eftir það var tekið smá borðtennis og borðuð kaka. til að toppa þetta allt saman spiluðum við svo skotbolta langt fram á nótt. þannig að allir náðu bara að finna barnið í sjálfum sér og leika sér. held að ég hafi ekki farið í afmæli neitt í líkingu við þetta síðan ég var svona 12 ára. en þetta var bara lúmskt gaman.

usc slapp fyrir horn. nördarnir frá stanford náðu næstum að vinna þá. en þar sem þetta er stanford þá var það bara gott á þá að tapa á síðustu mínútunni.

ég er næstum búinn að skipuleggja allt í sambandi við ferðina mína til los angeles. vantar eitt smá atriði...og það er miði á sjálfan leikinn...en það kemur vonandi. það eru töluvert margir að fara vegna þess að það búa svo rosalega margir í kringum los angeles. þannig að margir að nýta þetta til að kíkja heim.

2 Comments:

At 3:11 AM, Anonymous Anonymous said...

Brillíant afmæli! Maður þarf að gera svona.

Heyrðu með commentakerfið ég þori að veðja að óttar getur mixað kerfi þar sem maður þarf ekki að skrá sig inn...

Ari

 
At 10:43 PM, Anonymous Anonymous said...

já alger snilld.
ok það væri cool ef það væri hægt að setja upp svoleiðis system. ég þarf að athuga það.
jonas

 

Post a Comment

<< Home