Thursday, November 04, 2004

four more years...

kosningarnar búnar og úrslitin ekkert sérstök finnst mér. en fátt hægt að gera í þessu, núna var allavega meirihluti sem var á bakvið forsetann, eitthvað annað heldur en fyrir fjórum árum.
mitt fylki var allavega gott, 55% fyrir kerry, en verst að mörg önnur ríki, miðríkin og suðurtíkin einna helst, studdu bush. svona er þetta bara, lýðræðið vann allavega núna, eitthvað annað en fyrir fjórum árum. ég er samt enn á því að þetta kjörmanna system vera rosalega asnalegt, skil ekki af hverju þeir telji hreinlega ekki bara öll atkvæðin.

nevada var eitt fylkið sem gat dottið báðum megin og stúdentar fóru héðan til að reyna að veiða atkvæði fyrir kerry. það tók þau ekki nema svona 8 tíma að keyra þangað. þannig að það var ýmislegt lagt á sig.

1 Comments:

At 10:38 AM, Blogger Tumi said...

Sammála, þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið eftir manns vilja þá voru þau fair and square í þetta skiptið!

 

Post a Comment

<< Home