Thursday, October 14, 2004

tests...

búinn að vera frekar latur við að skrifa hérna inn vegna þess að það er búið að vera mikið að gera þessa vikuna. ritgerð og svo próf í morgun. þannig að ég er búinn að vera frekar þreyttur í kvöld og ætla að reyna að fara snemma að sofa til að geta farið í fimleika í fyrramálið (fyrir stöngina allt sko...;))

æfingarnar eru búnar að ganga frekar vel undanfarið. búinn að vera að hlaupa töluvert undanfarið, alls konar tröppur og meira að segja yfir grindur...og auðvitað mikið af valhoppi.
lyftingarnar eru búnar að vera erfiðar. sem er bara gott. förum samt vonandi að minnka endurtekningarnar bráðlega.
í dag var test hjá okkur. hlupum 30m, 300m, langst. án atrennu, kúlu afturábak, og þríhopp. ég kom bara ágætlega útúr þessu öllu saman, er aðeins hraðari og sterkari núna en í fyrra en var aðeins hægari í 300m. sem er bara ágætt þar sem við erum ekki búin að vera að hlaupa alla 200m með stuttu hvíldunum og allt það.

það er homecoming helgi hérna um næstu helgi. það þýðir að það verði fullt af foreldrum hérna á fótboltaleiknum. við spilum við ucla. ættum að vinna þá frekar auðveldlega. en það er aldrei að vita í þessu sporti. meira um það seinna

0 Comments:

Post a Comment

<< Home