Saturday, October 23, 2004

jæja...það gengur ekki alveg nógu vel hjá mér að setja eitthvað hérna inn...allavega...here is comes...

búin að vera fín vika hjá mér. "venjuleg" skólavika, þannig að engin próf eða ritgerðir eða svoleiðis. samt búinn að vera undirbúningur fyrir ritgerð sem ég þarf að skila inn í bráðlega. ég á að taka viðtal við einhvern áhugaverðan og ég ákvað bara að bóka viðtal við íþróttastjórann í skólanum og rekja úr henni garnirnar og setja það saman í ritgerð. vona að það verði áhugavert á endanum.

smá skýrsla um sportið. við erum byrjaðir aðeins að setja okkur í stellingar fyrir greinarnar okkar. búnir að vera að kasta boltum fyrir kúlu, kringlu og spjót og stökkva soldið af stöng. þetta stigmagnast svo allt saman bráðlega. hlupum nokkra 200m spretti og líka brekku í vikunni. er ekki alveg jafn sterkur í hlaupunum og í fyrra. ég ætla að kenna meiðslunum í löppinni á mér um það. en ég er að vinna í því að styrja allt draslið í kringum vinstri ökklann og hásinina. er að styrkjast í lyftingunm. held að ég hafi hreinlega aldrei verið sterkari svo snemma. þannig að ég er bara mjög sáttur við það. enda erum við búnir að vera að eyða góðum tíma í klefanum.

ekkert smá sáttur við eina stelpuna í liðinu mínu. hún er kastari og ég sá hana taka beygju í dag...og hún öskraði sig hása í síðasta settinu sínu. allir voru frekar hræddir vegna þess að enginn átti von á því að þessi rólega stelpa myndi breytast í skrímsli þegar hún tekur beygju.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home