bambino!!
jæja hafnarboltatímabilinu er lokið. Boston Red Sox unnu "heimsmeistarakeppnina". Boston náði að vinna 4-0 í úrslitum. mér tókst að flygjast nánast ekkert með þessari keppni. myndi giska að ég hafi sé svona 30 sec af keppninni og það var bara vegna þess að það var kveikt á sjónvarpinu í sjúkraþjálfuninni um daginn. þessi klúbbur er ekki búinn að vinna titilinn í síðan í fyrri heimstyrjöld þannig að ég held að það sé búið að bíða soldið lengi eftir þessum titli.
það er frekar mikið um hassreykingar hérna í berkeley. þetta er gamalt hippabæli og allt sem tengist hassreykningum er svona frekar frjálst. þegar mar gengur um í miðbænum þá finnur mar stundum lyktina og er boðið að kaupa og alles. ekki nema hvað...einn nemandi deyr skyndilega á föstudagsmorgni og vinur hans fer mað hann á sjúkrahúsið. lögguna fer að gruna eitthvað og fer heim til þeirra. kemur í ljós að þeir voru með 7 kíló af hassi, einn risa riffil, riffil, tvær skammbyssur, slatta af hnífum, einverjar pillur og 1.000.000 ísl kr. kemur í ljós að þrír nemendur áttu allt þetta og sá sem er dáinn. þannig að þeir eru í grjótinu núna og verða það vonandi eitthvað áfram.
þó að þetta sé eitt mesta nördabæli sem hægt er að finna í öllu usa þá eru alltaf einhverjir sem eru að einbeita sér að einhverju öðru en skólanum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home