Sunday, October 31, 2004

x-country

skólinn minn hélt víðavangshlaup í svæðismeistaramótinu okkar í gær. þannig að ég og nokkrir fleiri vorum plataðir til að starfa. lögðum af stað klukkan 7 um morguninn til að vera mættir á réttum tíma. við vorum að vinna í markinu við það að raða fólki í rétta röð miðað við hvernig það kemur í mark. þannig að allir fengu latex hanska til að vera ekki að fá gubb, svita, slef og annað á puttana. gekk bara fínt allt saman. nema að sumar stelpurnar voru varla með meðvitund þegar þær komu í mark. en það var svo sem fullt af læknum og sjúkraliði þarna þannig að við rifum bara númerið af þeim sem gátu ekki labbað og héldum sjálf á því í röðinni.

seinni parturinn af gærdeginum fór í að recruita (fá fólk úr high school til að koma hingað í skólann). það var nefnilega soldið sérstakur gaur í heimsókn. hann á 2.27m í hástökki og stökk það þegar hann var 17 ára. þannig að við töluðum við hann og sýndum honum háskólasvæðið og fengum okkur að borða með honum og svoleiðis. þannig að núna er bara að vona að okkur hafi tekist að sannfæra hann um að skólinn hérna sé góður kostur. hann á svo sem eftir að fara á nokkra staði í viðbót en það er aldrei að vita hvað gerist.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home