Sunday, November 21, 2004

allt að gerast...

fór á föstudaginn og fékk mér kaffisopa með silju vinkonu minni frá usc. ég hitti hana fyrsta árið mitt hérna úti og núna er hún flutt heim á klakann en kom hingað í heimsókn til að fara í eitt stykki giftingu. þannig að hún þurfti að leggja í'ann snemma svo við ákváðum bara að fá okkur kaffi áður en ég fór í tíma. frekar skrýtið að tala íslenskuna svona augnliti til augnlitis, finnst eins og ég sé búinn að missa soldið taktinn í íslenskunni. ekki gott mál...lagast þegar ég kem heim um jólin.

fótboltaleikur um helgina. spiluðum við stanford. það er leikur svona eins og haukar-fh, eða valur-kr. allt brjálað og fullt af tuddaskap og læti. næstum slagsmál og svoleiðis, samt ekki nærri því jafn slæmt og hjá clemson þar sem silja er. þar voru víst bara massa hópslagsmál.
allavega...við unnum leikinn frekar auðveldlega og förum í rose bowl. í fyrsta skipti í 50 ár eða eitthvað

thanksgiving er á fimmtudaginn næsta og ég ætla að fara heim til vinar míns héna í californiu. tekur 3 tíma að keyra þangað og ætla að vera hjá þeim í þrjá daga. verður vonandi gaman. segi meira frá því seinna þegar ég verð búinn að fá nánari upplýsingar um fjölskylduna hans.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home