mile...
það var frí á fimmtudaginn í skólanum vegna þess að það var dagur gamalla hermanna. þannig að þetta er búið að vera gott frí frá skólanum í soldinn tíma. en það var samt eiginlega bara öllu troðið í fyrstu þrjá daga vikunnar.
fótboltinn gengur vel hjá okkur. unnum um helgina washington þannig að núna erum við númer 4-5 á styrkleikalistanum. sem er nokkuð gott. vonandi tapa liðin sem eru fyrir ofan okkur og við komumst í góðan úrslitaleik og fáum fullt af $$$ fyrir það. nokkrar milljónir dollara hafa aldrei skaðað íþróttaprógramm.
fór í smá partý í gær. það voru langhlauparar sem buðu restinni af liðinu. ég held að þetta partý hafi styrkt mig í þeirri trú að langhlauparar eru alveg klikkaðir. þeir hlaupa svokallaða "bjórmílu". sem sagt fjórir hringir og fjórir bjórar. það sem meira er að þá ná þeir bara nokkuð góðum tíma í þessu. sem betur fer var ég ekki á staðnum vegna þess að það var líka soldið verið að skila bjórnum útúr sér á miðri leið og svoleiðis.
æfingarnar eru búnar að ganga vel undanfarið og vonandi næ ég að sýna það þegar við testum á morgun.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home