Monday, November 29, 2004

mikið er california stór...

allt saman gekk mjög vel í ferðinni okkar...nema það að við urðum eiginlega föst í bakersfield vegna þess að kærasta vinar míns missti af rútunni og við þurftum að bíða í tvo tíma þar. þannig að við fórum bara og keyrðum aðeins um og fengum okkur kaffisopa.
það er alveg ótrúlegt hvað þetta fylki mitt er stór, held að það sé 4x ísland. ekki bara að það sé stórt heldur líka svo fjölbreytt. munurinn á að búa í los angeles, hérna og svo að fara í central vallery er ótrúlegt.
í fullri hreinskilni þá eru það "sveitavargurinn" sem á heima í central valley. þannig að þegar við vorum komin þangað fór fjöldi pick-up jeppa og sítt að aftan greiðsla að aukast gríðarlega. allt fólkið þarna var svo þægilegt samt og afslappað, allt annað heldur en hérna og þveröfugt við það sem er í los angeles.
vinur minn á heima rétt fyrir utan bæ sem búa í um 105.000 manns. allt umhverfis húsið hans eru appelsínutré. þannig að þegar við vorum að keyra nálægt húsinu hans og allt var dimmt þá kom allt í einu þessi sterka appelsínulykt í bílinn. frekar góð meira að segja. þeir segja að það séu appelsínutré alla leiðina til fresno, en það eru um 100km. þannig að appelsínurækt er mjög mikilvæg í kringum hann. rétt fyrir utan bæinn eru svo valhnetutré og svo er líka ræktaður bómull á svæðinu. það var eimmitt verið að verka bómulinn og selja hann þannig að við sáum helling af stórum kassalaga-samanþjöppuðum-bómuls-gámum.
ég sá einnig svona milljón beljur...án gríns...það sem verst er að bændur geyma þær bara alltaf utandyra og láta þær bara labba og velta sér í drullu. koma svo öðru hvoru og henda í þeim heyi. mér fannst svona farið frekar illa með þær. fá alla vega ekki íslenska grasið og hreina loftið eins og heima.

allavega...skrifa betur um ferðina mína bráðlega...þarf að klára að læra fyrir morgundaginn...:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home