búinn...
prófin þetta árið tóku ekki langan tíma. vegna þess að ég skilaði inn verkefnum og svoleiðis þá þurfti ég bara að taka tvö lokapróf. þannig að ég fór í það fyrra á miðvikudag til klukkan 9 um kvöldið og svo 12.5 tímum seinna var ég búinn með það seinna. þannig að þetta var allt saman mjög snöggt. gekk alveg ágætlega hjá mér og ég er mjög feginn að vera búinn með þetta allt saman.
æfingarnar hjá mér hafa gengið mjög vel. keppti aðeins í dag á smá kastaramóti hérna í skólanum og náði næstum að bæta mig í kúlu þrátt fyrir að ég hafi kastað án atrennu. þar sem að ég kasta ekki kringlu innanhúss þá höfum við lítið verið að kasta henni. ég náði samt að smella henni 41m í dag. þannig að þetta var bara mjög jákvæður dagur.
við erum búnir að fara í gegnum ansi strembna törn núna. erum búnir að fara í gegnum 6 erfiðar vikur og erum þar af leiðandi farnir að vera ansi bensínlausir. en við ákváðum samt að gera þetta þannig svo ég gæti fengið létta viku þegar ég kem heim. ég held að ég hafi aldrei farið í gegnum jafn mikið magn áður og á þessum 6 vikum. við tókum til dæmis hraða 2x450m um daginn....sem endaði með því að ég ældi og alles...þannig að það boðar bara gott fyrir komandi tímabil.
það er annars alveg ótrúlegt hvað bærinn hérna tæmist þegar prófin fara að klárast. allir eru annað hvort farnir heim eða sitja inni og læra. en það kemur samt alltaf fyrir að mar sér einhverja fagna þvi að vera búnir með skólann eða prófin alveg á eyrunum.
2 Comments:
Góður...
...skatan bíður eftir þér
kveðja ingit
farðu nú að drífa þig heim meistari
kv. Tumi
Post a Comment
<< Home