Monday, December 13, 2004

pillur...

prófatörnin byrjuð...ekki skemmtilegasti tíminn...en hentar mér svo sem ágætlega.

æfingafélagi minn og meðleigjandi ákvað að halda upp á að þessarri önn sé lokið með því að fara í sinn fimmta uppskurð. kom í ljós að það er hellingur að hnénu á honum og lítur út fyrir að hann keppi ekki innanhúss...vonandi að hann komist í gang fyrir utanhúss. þannig að um leið og ég var búinn í tímum á föstudaginn fór ég og náði í hann til læknisins og passaði að hann kæmist heim. hann er svo búinn að njóta þess alla helgina að hafa helling af alls konar pillum og ég held að hann hafi farið úr rúminu sínu svona 4 sinnum á 48 tímum.

einn prófessorinn minn var að kenna sinn síðasta tíma á fimmtudaginn og hann var eiginlega í sjokki allan tímann. hann er búinn að vera prófessor hundlengi og afkasta miklu en var kannski alveg búinn að átta sig á því hversu erfitt það væri að kenna sinn síðasta tíma. aumingja kallinn var eiginlega með tárin í augunum þegar hann var að kveðja okkur. sem betur fer voru kökur og kaffi á boðstólnum þannig að það náði að létta aðeins andrúmsloftið og dreifa athyglinni frá honum. annars úrvals kall og væri alveg til í að taka fleiri tíma með honum.


annars fann ég það sem ég setti inn í síðustu viku og ætla að skella þessu hérna inn (enda mjög stoltur af þessu). þetta er reyndar allt saman í feta ruglinu en fyi 1 fet=o.3048m
1. Cal-Chris Huffins was a world-class all-arounder in his competitive days and his second recruiting class in Berkeley draws from all across the event spectrum. The new recruits are headed by a trio of All-Americas that put the Bears atop the overall heap: Nate Rolfe (No. 1 in the hammer, 237-1, and No. 3 in the discus, 206-2), Ed Wright (7-0, No. 2 in the high jump) and Alex McClary (1:50.28, No. 3 in the 800). McClary is joined by twin Andrew (1:51.78). Good sprint/jump help will come from Rashaad Nunally (10.51w/24-11 1/2) and Steven Conrad (21.35/24-2).--sá síðasti er í mínum hóp þessa stundina og verður væntanlega æfingafélagi minn á næsta ári.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home