Saturday, January 08, 2005

money well spent...

kominn aftur til californiu. rigning og vesen hérna bara. en samt yfir frostmarki þannig að ég get ekki kvartað mikið.
ferðlagið gekk bara ágætlega. hitti stefán ragnar í fluginu til minneapolis og hann átti helling af frjálsíþróttavideum í tölvunni sem ég hafði ekki séð þannig að ég fékk að horfa á það allt saman. margt mjög cool stuff. þannig að það stytti mér stundir í fluginu. þegar komið var til minneapolis var bara borðað aðeins og haldið í næsta flug. ég hafði keypt mjög ódýran miða með einhverju flugfélagi sem ég hafði aldrei heyrt um þannig að ég var soldið stressaður hvernig vélin myndi vera og svoleiðis. kom í ljós að þetta var bara glæný boeing vél og þeir gáfu mér að borða og alles. til að toppa þetta allt saman fékk hver farþegi 3 sæti þannig að það var fátt annað í stöðunni en að koma sér einhver veginn fyrir og leggja sig. ég held að ég hafi bara sjaldan varið $107 betur í transport heldur en þarna.

í morgun var svo ákeðið að fara á svona morgunmatstað. ég átti ekkert að borða í ísskápnum í morgun og svangur eftir allt ferðalagið þannig að við ákváðum bara að fara og fá okkur svona 3000 kaloríu morgunmatsbombu. egg, kartöflur, pönnukökur og kaffi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home