Monday, January 24, 2005

Reno cont...og meira að segja myndir -->

Ferðin til Reno á Pole Vault Summit var bara alger gargandi snilld. Það tekur svona 3 tíma að keyra þangað héðan og við vorum svo heppin að ein stelpan í hópnum á hús í skíðabænum Tahoe sem er rétt hjá Reno. Þannig að við forum bara beint til hennar og vorum þar að chilla. Tahoe er þvílíkt vinsælt skíðasvæði og soldið svona snobb að vera þar, en við höfðum það bara mjög fínt í fríu húsnæði. Við vorum níu sem fórum þannig að það passaði fínt í tvo bíla. Fyrsta kvöldinu var svo eytt í snjóslag og að renna sér á þotu niður brekkurnar fyrir ofan húsið hennar.

Föstudagurinn var tekinn rólegur og safnað orku fyrir Laugardaginn. Um kvöldið var samt "elítan" að stökkva. Þar var búið að fá saman fullt af góðum stökkvurum og það var haldið í nokkurs konar leikhúsi þar sem að það voru tvær atrennubrautir á sviðinu. Það voru 2000 manns sem mættu til að sjá alla stökkva og bara þvílík stemming, ég hafði aldrei upplifað þetta áður og mig langar strax núna að fara aftur á næsta ári og sjá þetta.

Laugardagurinn er svo aðaldagurinn. Það var keppt á 14 atrennubraurm allan daginn. Fyrstu hóparnir byrjuðu klukkan 830 og ég var svo í síðasta hópnum sem byrjaði klukkan 2000, og ég var held ég sá síðasti til að klára keppni þetta árið, og það var um 2230. Þannig að ætli það hafi ekki verið svona um 1500 manns sem voru að stökkva og það var stokkið allt frá 1.5m til 5.8m. Þannig að þetta var bara rosalega fjölbreytt og skemmtileg keppni.

Það sem að Bruce æfingafélagi minn var að keppa klukkan 830 um m0rguninn vaknaði ég og horfði á hann og svo var það bara koll af kolli sem ég horfi á hina ýmsu félaga mína stökkva. Þar sem ég var að stökkva svona seint að kvöldi var ég orðinn soldið stressaður að ég hefði ekki mikla orku til að stökkva svona seint um kvöld. Þannig að ég fór og lagði mig aðeins um miðjan daginn og náði að vera bara furði sprækur miðað við daginn og hvernig ég er búinn að ver að æfa undanfarnar vikur.

Mín keppni gekk bara framar vonum ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Tók með mér helling af stöngum og endaði með að þær voru allar of litlar fyrir mig vegna þess hversu sprækur ég var. Þeir sem hafa keppt á uppbyggðum innanhúsbrautum vita alveg hvernig fílingurinn er að hlaupa á þeim þannig að ég ákvað bara að setja allt í botn á fyrsta móti og nánast allt saman gekk upp. Þannig að ég er bara mjög sáttur við þessa byrjun. Fer svo um næstu helgi í hinn mikla skítabæ Pullman í Washington State og keppi þar í sjöþraut.

Á Sunnudeginum var svo farið á skíði og slakað soldið á. Skrifa meira um það seinna. Hef ekki meiri tíma í kvöld.

Ég tók nokkar myndir og ég set link hérna til hægri á þær. Það á vonandi eftir að bætast meira við þegar ég fæ myndir frá hinum vegna þess að ég var ekki alltaf með mína á mér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home