fyrsti skóladagurinn...
skólinn byrjaði í dag. var frí í gær vegna þess að það var Matrin Luther King dagur. hann er auðvitað mjög merkileg hérna og til dæmis má örugglega finna götu í hverri borg í usa sem heitir Martin Luther King gata. ég á eimmitt heima á slíkri götu núna.
allavega...fór í tvo fyrirlestra í morgun og báðir prófessorarnir eru með hreim. annar er frá suður afriku og talar soldið skrýtið en hinn er frá ísrael og hann er illskiljanlegur. vonandi kemur það samt. það er sem betur fer einhver sænsk sem kennir á móti honum en hún er með einhvern þann mesta fake breskan hreim sem ég hef heyrt á ævinni. þannig að ég fæ að hlusta á eitthvað annað heldur en slangrið sem talað er í frjálsíþróttaliðinu þessa önnina.
félagi minn hérna og æfingafélagi ákvað að gifta sig rétt fyrir nýja árið sinni heitelskuðu. þau ákváðu meira að segja að gera þetta tvisvar. lítil athöfn núna og svo verður risa athöfn í sumar. nú er bara vonandi að það verði nógu nálægt skólanum í haust svo ég geti látið sjá mig. mér skilst að ef ég mæti verði ég látinn sjá til þess að hann verði steggjaður almennilega. þannig að allar uppástungur eru vel þegnar. hérna eru svo nokkrar myndir af þeim. mynd1-mynd2-mynd3
2 Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
This comment has been removed by a blog administrator.
Post a Comment
<< Home