Saturday, February 05, 2005

ekkert ferðalag þessa helgina...

ætla nú að byrja á að óska gauta til hamingju með að hafa náð lágmarkinu. þú átt þetta skilið kall!!

liðið fór til colorado um helgina. það var ákveðið að ég yrði látinn sitja heima og ég var sammála því. tímabilið er langt og óþarfi að vera að taka áhættur svona snemma. þetta lítur út fyrir að hafa verið gott mót þannig að auðvitað er svekkelsi að hafa ekki verið þarna. mótið var í air force í colorado haldið í 7000 feta hæð. þannig að allir voru varaðir við fyrirfram að drekka mikið vatn og búast við því að hlaupa hraðar stuttu hlaupin og fá skrýtna tilfinningu í löngu hlaupunum í lungun.

það var mót hérna á vellinum hjá okkur líka. þannig að allir sem voru ekki að keppa voru látnir starfa og láta sjá sig þar. þessi mót eru alltaf frekar skemmtileg. stelpur og strákar hlaupa stundum saman og vanalega er ekki mikið stress í gangi. þannig að þetta eru góð æfingamót fyrir okkur og high school krakkana í nágrenninu.

super bowl er á morgun. ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort ég horfi á það. er búinn að lofa að keyra til sacramento með vini mínum að sækja bíl sem hann keypti. vonandi verður ekki mikil traffik á hraðbrautinni þannig að við komust hratt og örugglega tilbaka. leikurinn á svo sem eftir að taka 5 tíma eða eitthvað og verða endalausar auglýsingar og hlé og stopp og leikhlé og eflaust tafir ofan á allt saman. þannig að ég á örugglega eftir að sjá eitthvað af þessu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home