Sunday, January 30, 2005

Pullman...

fór til pullman í washington um helgina. keppti samt ekki neitt. þannig er mál með vexti að ég tognaði léttilega í aftara lærinu á miðvikudaginn og það var samt ákveðið að taka mig með til pullman á mótið og vonandi væri ég skárri á föstudeginum. þar sem ég gat ekki skokkað á fimmtudeginum þá var það bara blásið af og ég var látinn taka video af öllum í hópnum mínum og hjálpa til. drullufúlt að fá ekki að keppa sjálfur en svona er þetta bara stundum.
almennt gekk liðinu mjög vel og þetta var fínt fyrsta mót hjá flestum. núna þarf bara að halda áfram á sömu braut og það er stefnt að því að allir, og ég líka, eigi fyrsta "topp" um mánaðarmótin feb-mars.

ég verð nú bara að segja að pullman var miklu skárra núna heldur en í fyrra. enginn snjór núna og miklu betra ferðalag allt saman. í fyrra þurftum við að vakna klukkan 3 um nótt til að keyra í flug en í ár var ákveðið að gera það seint á laugardagskvöldið þannig að við gátum nánast sofið út...eða til klukkan 5:15.

stefnan þessa vikuna er að vera svona tvisvar á dag í sjúkraþjálfun og vonandi fara svo til colorado um næstu helgi. upphaflega átti ég ekki að fara þangað en plönin hafa breyst aðeins og við verðum aðeins að skipuleggja innanhústímabilið mitt upp á nýtt. langar eiginlega meira að sleppa colorado og fara frekar til idaho helgina eftir. en ég verð bara að treysta fólkinu í kringum mig og gera það sem mér er sagt.

2 Comments:

At 9:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Jónas
Leitt að heyra með lærið á þér, ég og Eggert vorum mjög spennt að sjá úrslitin a mótinu sem þu forst á en fundum þvi miður engan Hallgrimsson. Farðu varlega af stað og taktu enga áhættu.
Annars til lukku með stöngina fin byrjun sem lofar góðu.
Kveðja
Heiða og co.

 
At 10:49 AM, Anonymous Anonymous said...

Bleh meistari
Gaman að sjá hversu lengi þú færð að sofa út þessa dagana!!
kv. Tumi

 

Post a Comment

<< Home