fór og tékkaði aðeins á arnold...
kannski ekki alveg...en ég fór samt til sacramento, það býr eimmitt fylkistjórinn hroðalegi og restin af fylkisstjórninni. scott vinur minn var að kaupa bíl rétt fyrir utan borgina og hann náði að plata mig til að keyra gamla bílinn sinn tilbaka. ekki mikið mál vegna þess að það er nýlegur sportbíll og einkar þægilegt að keyra hann :) þannig að við rúlluðum þetta bara létt fram og tilbaka. gaurinn sem var að selja bílinn bjó í sveitinni og þetta var alvöru amerísk sveit. þegar við komum var spilað country tónlist í botni og einhverjir gaurar voru að fara í gegnum bílakirkjugarð og leita að einhverju til að selja eða nota í bilaða bíla. þegar við vorum svo komnir aðeins inn til að tala við gaurinn var nóg af tómum bjórdósum þar frá kvöldinu áður. til að toppa þetta svo allt þá byrjuðu skothljóðin. sem sagt..nágaranninn hafði ekkert betra að gera á sunnudegi heldur en að taka riffilinn sinn og fara að plaffa á eitthvað á jörðinni sinni. kom meira að segja að þetta var hálfsjálfvirk og kolólögleg byssa þannig að það var vel tekið á því.
superbowl var á sunnudaginn. ég afrekaði að horfa á svona 4 mín af leiknum en var svo heppinn að sjá eitt markið hjá patriots. mér gæti eiginlega ekki verið meira sama um þeta sport en einhverra vegna hélt ég nú með patriots í þessum leik. fyrst að steelers voru ekki að spila.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home