Saturday, February 26, 2005

ups and downs í þessu...

fór ekkert um helgina. það var ákveðið að hvíla mig um helgina. mér hreinlega leið ekki nógu vel til að treysta mér til að keppa um helgina og þjálfarinn minn vildi ekki taka neina sénsa þar sem að tímabilið er langt og mikilvægt fyrir mig að ég geti tekið þátt í mótunum seinna. þannig að þetta er bara búin að vera lærdómshelgi.

liðið fór til seattle að keppa við bestu liðin hérna á vesturströndinni, stanford, ucla og oregon. mótið fór svo sem eins og búist var við. stanford rústaði kvennakeppninni og ucla vann karlakeppnina. við höldum áfram að koma á óvart og enduðum meðal annars í öðru sæti í kvennakeppninni og í 4 sæti í karlakeppninni og aðeins 3.5 stigum á eftir 2 sætinu. þannig að það er mikill uppgangur hjá okkur og ég er að fíla það í botn að vera í fyrsta árganginum sem huffins, aðalþjálfarinn, fékk inn og er að snúa við þessu liði. þannig að með þessu framhaldi verðum við ekki bara góðir heldur mjög góðir þegar þessi árgangur er á sínu síðasta ári.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home