löng helgi...
frí á morgun í skólanum. það er, held ég, president's day. þannig að allir fá frí. þannig að það er bara gott mál. fer þá sennilegast bara á æfingu snemma. ég er allur að koma til held ég. fór aðeins í gadda á föstudaginn og mér leið bara ágætlega. keppti svo aðeins í gær og þessar þrjár vikur sem ég hef ekki getað gert mikið sitja soldið í mér. finnst ég vera soldið ryðgaður, en það kemur vonandi bara. ákvað samt að hlaupa fyrstu tvo hringina í 3000m hlaupi svona til að fá smá feeling fyrir 1000m hlaupinu um næstu helgi...ef ég fer þangað. þjálfaranrnir eru með fund alltaf á mánudagsmorgnum til að ákveða hverjir keppa um helgina. þannig að það kemur vonandi í ljós á morgun hvort þeir sendi mig til seattle með restinni af liðinu eða hvíli mig bara.
annars var ég aðeins að skoða hvernig skólinn inn stendur sig almennt í íþróttum. kemur í ljós að skólinn er níundi besti íþróttaskólinn í usa. skólarnir fá sem sagt stig fyrir að enda í topp 10 í hverri grein og svo er bara allt saman lagt saman. það er vonandi að við náum að enda hærra í ár vegna þess að fótboltinn hjá okkur stóð sig vel og líka blak kvenna og eitthvað eitt í viðbót. svo eigum við alltaf nokkra sterkar greinar inni á vorinu en þá eru fimleikar, róður, sund og fleira sem stendur sig alltaf vel. aðalkeppinauturinn okkar, stanford, rúllar upp þessarri keppni á hverju ári þannig að það er vonandi að við getum færst aðeins nær þeim.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home