Monday, February 14, 2005

kalt...

ætla að byrja á því að óska silju til hamingju með að bæta sig enn meira. ég veit samt að hún á helling inni og á eftir að bæta sig meira áður en innanhústímabilið er búið.

búið að vera frekar kalt hérna. hitinn fór held ég mest í svona 10 gráður í dag og í þokkabót rigndi. þannig að þetta er ekkert nema svekkelsi þessa dagana...;) fólkið frá suður kaliforniu er allt að drepast úr kulda. er mætt með húfur og vettlinga og alles. ég er nú ekki að vorkenna þessu fólki mikið svo sem...en ég skil það nú svo sem alveg eftir að hafa búið í los angeles í eitt ár.

eitt sem ég er búinn að sjá hérna í vetur er að það er keppt í kringlu innanhús. þetta er gert í stóru innanhúshöllunum og kastað, að ég held, gúmmikringlum. mér finnst þetta nokkuð sniðugt. þegar ég fór til washinton um daginn þá tékkuðum við á aðstöðunni hjá university of idaho, sem er bara svona 20km í burtu og dan o'brien æfði mikið á sínum tíma, þar sést hvað þeir bara negla þessu innanhús og meira að segja spjóti líka. þá eru þeir með einhvað sem þeir setja á oddinn á spjótinu og láta það svo bara flakka.
ég sé ekki neitt því fyrirstöðu að kringlunni væri hægt að kasta innanhús til dæmis í fífunni. bara setja upp færanlegan hring, leggja smá geira og kasta þessu svo bara á gervigrasið. allavega smá pæling...

2 Comments:

At 6:09 PM, Anonymous Anonymous said...

Það er einmitt kominn hringur í Fífuna fyrir kastara.

 
At 10:20 PM, Blogger J�nas Hlynur said...

alltaf þarf ég að vera skrefinu á eftir bergi hinum hroðalega...hehe

 

Post a Comment

<< Home