Tuesday, March 29, 2005

yikes....

fór til stanford aftur á laugardaginn bara til að hanga soldið og styðja liðsfélaga mína. í heildina gekk bara vel held ég hjá þeim hópi sem fór á stanford mótið. aftur á móti fór hinn helmingurinn af liðinu til florida að keppa og það rigndi svo mikið að megninu af mótinu var frestað. þannig að það var langt ferðalag (örugglega 6 tímar í flugi...engin smá stærð á þessu landi!) fyrir ekki mikla keppni. en þau skemmtu sér örugglega vel.

phil, æfingafélagi minn og þjálfari, keppti í síðustu viku og hann skoraði 7950 stig. sem er allt í algi byrjun fyrir hann. hann fer létt með að bæta 400 stigum við þetta þegar hann "toppar" í sumar þegar það telur. enn sem komið er þá er þetta besti árangurinn í heiminum. en það á svo sem eftir að breytast fljótt þegar "stóru" kallarnir byrja að keppa.

ég og phil vorum svo aðeins að tékka á nokkrum strákum sem á að reyna að fá til að koma hingað. verð hreinlega að segja frá einum. í dag er hann einn efnilegasti strákurinn í usa og á það svo sem alveg skilið. hann sem sagt fæddur 1988 og á 7.4m í langstökki, 2.14m í hástökki, 14.26 í 110m grind, 52.5s í löngu grindinni...og svo þegar við vorum að horfa á hann hljóp hann 48.4s í 4x4 og þurfti að taka fram úr svona 7 gaurum á leiðinni. nú krossleggjum við bara fingurna og vonum að hann endi hérna.

ótrúlegt en satt...ég keypti brokkolí (held að það sé skrifað svona) um daginn í búðinni. svei mér þá ef uppeldið hafi ekki tekist hjá foreldrum mínum...:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home