Friday, March 25, 2005

búinn að "opna upp"...

fór í dag til stanford til að keppa. fórum snemma í morgun nokkur saman í svona van til stanford. við héldum að við værum pínu tæpir á að ná að hita upp og svoleiðis fyrir mótið en svo kom í ljós að ég var í seinni riðlinum að kasta spjóti. þannig að við hituðum upp og svo var tekið chill á þetta og svo hitað soldið upp aftur. svo þetta reddaðist allt saman.

kastaði ágætlega,58,49m, sem ég er bara ágætlega sáttur við. skokkaði bara inn í tvo krossa og sletti á þetta. hef ekkert kasta svona síðan í ágúst, og þá kastaði ég með þremur krossum, þannig að þetta er ágætis byrjun. finn það samt að ég þarf að kasta meira til að pússa þetta allt saman...sem er bara ágætt vegna þess að það er hellingur eftir af utanhússtímabilinu.

veðrið var fínt, 18 stiga hiti og eiginlega logn. vonandi verður það svoleiðis líka á morgun vegna þess að ég er að pæla í að fara þangað líka þá og horfa og hvetja og slaka soldið á. minnir að það séu 4000 manns skráðir til keppni á þetta mót. þannig að það er mikið í gangi. þeir starta hlaupum til dæmis allan daginn alveg frá 9 á morgnana til 10 á kvöldin til að ná þessu öllu saman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home