Thursday, April 14, 2005

djöfuls hagl mar...

meistari björgvin var hérna um daginn. ég er svo busy við að tala um frjálsar á síðunni að þetta gleymdist eiginlega. hann sem sagt mætti hérna í 10 daga "á leiðinni heim" frá portúgal. aldrei verra að "skreppa" aðeins hingað til california. hann var bara sprækur og við náðum að skreppa til san francicso saman og éta helling og alles. svo enduðum við í chilli á laugardagskvöldið með vinum og kunningjum. þannig að við náðum held ég bara að taka allan pakkann á þetta.

við náðum meira að segja að hlaupa í hagli saman. fórum og tókum smá æfingu saman einn sunnudaginn og það var svona frekar þungt yfir allt saman. við héldum samt að við myndum ná gera eitthvað áður en það færi að rigna mikið...nei nei...við vorum hálfnaðir og þá kemur rosalega hörð, köld, þráðbein rigning. til að toppa þetta allt saman var soldið af hagli í henni. þannig að þetta er alveg týpískt...tveir íslendingar að æfa í kaliforníu og það kemur hagl...þetta er allavega fyrsta skipti sem ég sé hagl á þeim tveimur og hálfu ári sem ég hef átt heima hérna.

annars hlaðast verkefnin upp þessa dagana. þannig að það verður stíft lesið og pikkað í tölvuna á næstu dögum svo mar lendi ekki í einhverju stressi þegar það eru nokkrir dagar eftir af önninni. það er allavega stefnan núna. vonandi nær hún að haldast að einhverju leyti.

keppi aftur um næstu helgi. fæ að stökkva hástökk þannig að það verður gaman. hápunktur keppninnar verður samt spjótið. það er búið að safna saman fínum strákum þannig að það verður held ég 11 strákar að keppa sem eiga allir lengra heldur en 200 fet (61m). þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvernig það fer allt saman. held að það sé einn frá kanada, einn frá svíþjóð og svo einhverjir kanar.

1 Comments:

At 7:37 AM, Anonymous Anonymous said...

Já....frekar leiðinlegt að það skuli hafa komið svona vont veður hjá ykkur...Bjöggi er ennþá með kvef síðan hann var úti :)

Kristín birna

 

Post a Comment

<< Home