meiri bæting...
byrja að óska daða og gróu til hamingju. daði klikkar ekki á því...:)
eyddi allri síðustu viku í tölvuverinu fyrir einn af tímunum mínum. þurfti að setja saman einhverja skýrslu fyrir auðlindahagfræði. þurfti að setja saman módel í tölvunni sem lýsir fiskveiðum á fiskistofni sem lifir fyrir utan suður afríku. gekk allt í lagi held ég...bara alltof mikil vinna. endaði í 17 síðum...en ég hef svo sem oft gert eitthvað leiðinlegra en þetta.
var eiginlega bara slappur eftir alla þessa setu og tók því bara svona semi rólega á fimmtudaginn og gerði svo ekkert á föstdaginn vegna þess að stefnan var að keppa á laugardegi (í gær). þetta mót er stærsta mótið sem við höldum og mikið af liðum og fólki að keppa. þar sem að það var mikil rigning á föstudeginum var sumum greinunum frestað þangað til í gær. þannig að allt fór úr skorðum og ég þurfti að bíða í 3 tíma eftir að fá að kasta spjótinu. kom ekki að sök vegna þess að ég bætti mig aftur og kastaði 64.90m. sem er töluverð bæting frá því síðustu helgi. kastaði aftur með tveimur krossum og ég var aðeins að tala um þetta við þjálfarann minn og hann vill bara að ég haldi mig við tvo. þannig að ég held að það verði bara stefnan það sem eftir er tímabilsins. ég er líka að fíla það ágætlega og finnst það geti gefið mér töluvert í viðbót. hinn spjótkastrinn í liðinu fór til texas að keppa og kastaði 72m þar.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home