Saturday, April 02, 2005

bæting...

kepptum við university of illinois í dag. stigakeppni þannig að það reyndi soldið á liðsheildina. reyndar frekar asnalegt að fyrstu tveir frá hvorum skóla skora stig hvar sem þeir eru í röðinni. þannig að mesti munur á hverri grein getur bara verið 8-3. vegna þess að þetta er skorað 5-3-2-1. þannig að það hefur sína kosti og galla fyrir okkur. það var búið að reikna þetta mót fram og tilbaka fyrir mótið og við vissum að þetta yrði mjög tæpt. en eins og stundum gerist þá endaði sigurinn ekki réttu megin í dag. við töpuðum með 3 stigum. 100-103. þannig að það er soldill bömmer í gangi en við vorum samt að standa okkur vel í heildina sem lið. núna verðum við bara að bíta á jaxlinn og halda áfram að takmarkinu...standa okkur vel á conference mótinu um miðjan maí.

ég kastaði spjóti í dag. gekk bara furðu vel og kastaði 62.79m sem er bæting um einhverja 60cm. sem ég er bara mjög sáttur við. var ekkert að fíla mig neitt í botn og kastaði eins og um síðustu helgi bara með tveimur krossum í staðinn fyrir þremur. ætlaði að kasta með þremur en var ekki að fíla það í upphitum og ákvað að sleppa því bara. annar stákur í liðinu kastaði 71m og setti skólamet þannig að það var mikið stuð á okkur. núna erum við sem sagt komin með þrjá stráka yfir 60m sem ætti að skila sér vel á conference mótinu okkar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home