Friday, April 22, 2005

cal-stanford

keppum á móti stanford á morgun. þannig að núna er komið af þeim hluta tímabilsins sem skiptir máli. sem er ekkert nema gott mál. keppum sem sagt við stanford, aðal keppinaut okkar, á heimavelli þeirra í palo alto.

allt liðið var með grillveislu í gær þar sem allir átu á sig gat og chilluðu í sólinni hlustandi á góða tónlist. eftir það var fundur þar sem allir fengu að tala og lýsa því hversu mikið þeir hötuðu stanford. sumir lýstu því hvernig krakkarnir frá stanford eru með lélega mannasiði, lélegt keppnisskap og allt þar fram eftir götunum. aðrir sögðu frá því að þeir hötuðu stanford vegna þess að einhver gaur þaðan reyndi við kærustuna hans og að einn lýsti því yfir að hann hataði stanford vegna þess að frændi sinn fór til stanford og hann væri alger asni. þannig að þetta var bara mikil skemmtun vegna þess að það er svo mikið af rugluðu fólki í liðinu. þó að þetta hafi verið svona soldið í gríni þá var undirliggjandi alvara í þessu.

ég á að kasta spjóti og stökkva hástökk á þessu móti. stanford er held ég ekki með neinn sérstakan í þessum greinum þannig að ég vona að ég geti skilað mínu.

later...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home