W...
unnum stanford. frekar góð tilfinning...allt liðið stóð sig eins og hetjur. allir voru að performa þokkalega og ég held að flest öll stigin sem áttu að detta okkar megin enduðu þar. þannig að game planið gekk upp. við náðum mikið af stigum í stökk og kastgreinum. jafnt í styttri hlaupunum og svo fékk stanford öll stigin í lengri hlaupunum.
mér sjálfum gekk ekkert sérstaklega. ég lenti í því að þurfa að stökkva hástökk og kasta spjóti á sama tíma og komst aldrei almennilega í gírinn í báðum þessum greinum. var til dæmis að kasta spjótinu í hástökksskónum og svo stökk ég hástökkið með olnbogahlífina mína vegna þess að ég hafði ekki tíma til að skipta um skó þessi 4 skipti sem ég hlóp yfir. þannig að árangurinn var svona lala en ég náði að skila stigunum sem ég átti að ná í og það skiptir öllu máli í svona móti.
mér fannst alveg ótrúlegt hvað liðið náði að peppa sig vel saman og allir voru að hvetja alla. ótrúlega góð tilfinning.
dagurinn byrjaði samt á því að þjálfarinn okkar kom reiður í strákarútuna og tilkynnti okkur að einhver hefði spreyjað stórt C (sem stendur fyrir Cal-skólann minn) á grasið fyrir miðri stúkunni á heimavöllinn hjá stanford og líka spreyjað go bears á nokkra staði á vellinum. flestum fannst þetta nú bara frekar cool og bara gott til að láta aðeins vita að við værum að koma en þetta er kannski ekki mjög íþróttamannslegt...en ég meina þetta er stanford og okkur er eiginlega alveg sama um þau...;)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home