Thursday, June 02, 2005

allt að gerast...

úfff...allt að gerast. reynum að byrja á byrjuninni...

fór til oregon um síðustu helgi að keppa þar. gekk ekki vel hjá mér persónulega...kastaði bara 60m eða eitthvað svoleiðis. gekk ekkert að komast í fílinginn og það var einhvern þreyta í mér. liðinu gekk vel í heldina og fullt af fólki er að fara á nationals.
annars var þetta mjög gott mót og mikið af góðum árangrum. það var þvílíkt heitt fyrri daginn. var örugglega 30 stig og allir að drepast úr hita. seinni daginn var svo rigning og mótinu þurfti að vera frestað um tvo tíma þegar mótið var nánast búið vegna þess að það voru þrumur og eldingar. náðum loksins að klára mótið og fórum til portland á hótelið okkar.
leiðin til portland var þokkalega scary. vorum í stórri rútu og allir hálf sofandi eða að hlusta á tónlist. allt í einu bremsar bílstjórinn frekar harkalega og allt í einu tekur hann svaka beygju til hægri. kom í ljós að það var einhver að keyra í vitlausa átt á hraðbrautinni ákkúrat á akgreininni sem við vorum í. þannig að við vorum heppin að lenda ekki í harkalegum áreksti þar sem bæði farartæki voru að keyra á yfir 100.

kom svo heim í dag. lagði í hann frá san francisco og flaug beint til ny. fór svo þaðan nokkru seinna hingað á klakann. alltaf gott að koma heim.

2 Comments:

At 11:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Write in english you jerk!! :-P I miss you! MUAH - kat

 
At 4:11 PM, Anonymous Anonymous said...

velkominn heim! annahl

 

Post a Comment

<< Home