búinn með tíma...
skólinn kláraðist í gær. þannig að eftir að ég kom heim frá la þá var setið nokkuð stíft við að koma saman tveimur ritgerðum...sem gekk allt saman á endanum. þannig að núna er upplestrarfríið hafið. ég fer ekki í fyrsta prófið mitt fyrr en á mánudaginn. en þar sem ég fer á föstudaginn aftur til la og kem ekki heim fyrr en seint á sunnudag væri ekki vitlaust að læra vel á áður en ég fer. reynum það allavega.
annars er ég með alveg hrikalegar harðsperrur í kálfunum og ég kenni 1500m um það algerlega. fann það strax eftir hlaupið að það var eitthvað í gangi. ég er samt búinn að fara í sjúkraþjálfun og nudd allavega tvisvar á dag til að ná þessu úr mér. en ég er samt enn stífur. vonandi verð ég orðinn þokkalegur á föstudaginn.
mótið um helgina verður nokkuð gott. held að það verði mjög jafn árangur í öllum greinum. engin grein sem verður rosalega góð og ekki nein sem verður rosalega léleg. mitt gamla lið, usc, mun mæta með hrikalega baráttu á völlinn hjá ucla vegna þess að ucla vann þá um daginn og ég held að usc sé með betra lið til að vinna þetta mót. þannig að það er pressa á þeim að sanna það. sama má segja um mitt lið. við þurfum að nýta þetta tækifæri til að sanna okkur og sýna.
1 Comments:
Hvennar kemuru heim.
Post a Comment
<< Home