Saturday, April 30, 2005

wow...

dagurinn í dag bara frekar léttur, fór á bóksafnið til að ná í nokkrar bækur sem ég þarf að lesa til að skrifa ritgerðir áður en önnin klárast. ekkert smá mikið af bókum á þessum stað. held að það séu hátt í 30 bókasöfn og þetta sé eitt stærsta safn bóka á usa hérna í berkeley. þannig að það er enginn leikur að finna þessar blessuðu bækur stundum. þurfti til dæmis í dag að labba um allt stærsta bókasafnið til að finna tvær bækur.

gamli skólinn minn usc var að keppa við ucla í dag. þetta er mjög skemmtileg keppni og mér tókst eimmit að bæta mig um 0.6m á þessu móti í þrístökki fyrir tveimur árum. þvílíkur sálfræði hernaður hjá báðum liðum og þjálfarar og íþróttamenn nota öll trikkin í bókinni til að koma andstæðingnum á óvart...sem endar svo oft með olnbogaskotum, niðurlægingu, og egóisma. ég get ekki sagt annað heldur en að þetta hafi verið svakalegt mót. mæli með að allir sem skilja frjálsar tékki á þessum úrslitum. ekkert smá gott mót...bæði kalla og kvenna megin. nánast allar greinar með frábæra árangra og það hefði verið mikið stuð að sjá þetta allt saman. sigurinn endaði svo ucla megin...sem er soldið sárt en þeir áttu það svo sem skilið held ég.

haukar-1 íbv-0

0 Comments:

Post a Comment

<< Home