flytja...
við erum byrjuð að flyta á nýja staðinn okkar. ákváðum að flytja í nýja íbúð þar sem er ódýrara að búa og þægilegra. er soldið lengra frá skólanum en samt ekkert svo mikið. ætla að búa með vini mínum og konunni hans í fínni tveggja herbergja íbúð. þetta er svona alger týpísk íbúð sem fólk sér í bíomyndunum sem búnar eru til í la. bý á eftir hæð og það er svona stigi fyrir utan og allt.
þannig að við tókum þetta eiginlega bara með trompi í dag en byrjðum samt á að fara í massa morgunmat með eggjum, pulsum, beikoni, pönnukökum, og miklu kaffi. eftir það var bíllinn hlaðinn nokkrum sinnum og allt lítið og lauslegt er farið héðan. svo á þriðjudaginn fáum við vonandi lánaðan jeppa og reynum að taka húsgögn og restina.
setti inn nokkra tengla á myndir hérna á hliðinni -->. þetta eru myndir af liðinu mínu frá þessu tímabili. þjálfarinn minn, phil, tók sumar af þessum myndum en það er hobbíið hans. hann btw er með besta árangurinn í heiminum í þraut enn sem komið er. hann fór til ítalíu um daginn og tók nokkra kalla í nefið þar. núna er bara vonandi að hann nái að halda dampi og komi sér til finnlands í rauðum, hvítum, og bláum búningi.
2 Comments:
og hvar eru myndirnar af nýju íbúðunni?? ;)
BH
Hvar í Oregon? Eugene? Kemur kannski ekkert aftur eða kannski kominn? Látu vita!
Post a Comment
<< Home