búinn með prófin
búinn með prófin. kláraði á miðvikudaginn. var allt saman frekar strembið þegar ég kom tilbaka frá la vegna þess að ég hafði ekki mikinn tíma þar til að læra. ekki hjálpaði heldur að ég var með eitt á dag frá mánudegi til miðvikudags. komst samt í gegnum þetta allt saman og fékk frí á æfingum. þannig að þessi vika er búin að vera öll soldið skrýtin.
mótið var ansi gott og skemmtilegt. ég náði að kasta 65.09m og enda fimmti. var ekkert að fíla mig í botn og allur eitthvað þreyttur eftir þrautina helgina á undan. þannig að ég var lengi í gang og var ekki að kasta tæknileg vel fannst mér. náði svo loksins að setja smá kraft í síðasta og bætti mig um einhverja 20cm. þannig að ég náði í stig fyrir liðið og bætti mig líka.
almennt voru árangrar á mótinu mjög góðir. þetta er almennt talinn vera næst besta svæðiskeppnin í usa þannig að fólk var að setja upp árangra sem myndu sóma sér vel á ól og hm. almennt gekk liðinu mínu vel og við erum pottþétt á réttri leið og verðum væntanlega orðinn helvíti góð eftir nokkur ár.
annrs er næst á dagskránni að sofa vel og hvíla sig og fara svo til oregon til að keppa um næstu helgi. kasta spjóti þar og vonandi kemst ég þaðan á nationals.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home